Stjórnskipulag
Rétt eins og í íþróttum skiptir öllu máli hvernig skipulaginu er stillt upp og stöðurnar mannaðar svo rekstur fyrirtækisins skili sem mestum ávinningi. Skipulag sem jafnframt hvetur starfsmenn til leggja sig alla fram við að vinna að mikilvægustu stefnumálunum og sem skilar fyrirtækinu yfirburðum í samkeppni.
Með náinni samvinnu við æðstu stjórnendur vinnum við að mótun og innleiðingu nýs skipulags og vinnubragða. Hér er ekki aðeins um að ræða ólík form skipurits og endurgerð ferla heldur er einnig vísað til samheldni, samvinnu, fyrirtækjabrags og umbunarkerfa.
Dæmigerð verkefni sem Intellecta hefur unnið að fela í sér:
Með náinni samvinnu við æðstu stjórnendur vinnum við að mótun og innleiðingu nýs skipulags og vinnubragða. Hér er ekki aðeins um að ræða ólík form skipurits og endurgerð ferla heldur er einnig vísað til samheldni, samvinnu, fyrirtækjabrags og umbunarkerfa.
Dæmigerð verkefni sem Intellecta hefur unnið að fela í sér:
- Úttekt og greiningu starfshátta
- Þróun og útfærslu skipurits
- Skilgreining ábyrgðarskiptingar
- Skilgreining og uppsetning árangursmælikvarða
- Stjórnendatakt
- Mótun fyrirtækjabrags
- Útfærslu og uppsetningu árangurslaunakerfis